top of page

Fréttir

Allar helstu fréttir handleiðslufélagsins

Fræðslufundur Handís

Fræðslufundur Handís

Nóvember fræðslufundur Handís var haldinn á handleiðsludaginn 21. nóvember. Fundurinn var vel sóttur og var mjög ánægjulegur. Piret Bristol frá Tallin tengiliður okkar við ANSE ávarpaði fundinn og sagði frá því helsta sem er á döfinni hjá ANSE evrópusamtökum handleiðara. Þá sögðu þær Elísabet Sigfúsdóttir , Nadía Borisdóttir og Sveindís Jóhannsdóttir á mjög áhugaverðan hátt frá veru sinni síðastliðið sumar í ANSE Summer University. Næsti sumarskóli verður sumarið 2025 í Munchen og við stefnum á að fara sem flest þangað.

Matslistinn ProQOL er kominn út á íslensku

Matslistinn ProQOL er kominn út á íslensku

Matslisti fyrir starfstengd lífsgæði fagfólks (e. Professional Quality Of Life Scale – ProQOL) er kominn út á íslensku. Félagsráðgjafarnir Sveindís Anna Jóhannsdóttir, Steinunn Hrafnsdóttir og Nadía Borisdóttir þýddu listann með leyfi frá samtökunum The Center for Victims of Torture (CVT). Sveindís og Nadía eru einnig menntaðir handleiðarar og sitja í stjórn Handleiðslufélags Íslands en Steinunn er prófessor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Í þýðingarferlinu var matslistinn bakþýddur og forprófaður ásamt því að íslenskusérfræðingur las yfir og kom með ábendingar. Dr. Beth Hudnall Stamm á heiðurinn af þróun ProQOL listans og hefur lagt áherslu á að listinn sé ókeypis og aðgengilegur. Hægt er að nálgast matlistann á slóðinni www.proqol.org Þegar komið er inn á heimasíðuna þarf að velja flipann PROQOL, velja þar undir ProQOL Measure og fara niður síðuna þar til komið er að öðrum tungumálum en þau birtast í stafrófsröð. Samtökin CVT hafa umsjón með matslistanum og er allur réttur þeim áskilinn. Matslistinn ProQOL hefur verið notaður frá árinu 1995 til að mæla bæði jákvæðar og neikvæðar hliðar þess að vinna náið á faglegan hátt með öðru fólki en listinn mælir bæði samkenndarsátt (e. compassion satisfaction) og samkenndarþreytu (e. compasion fatigue). Samkenndarsátt er þegar fagfólki líður vel í starfi, upplifir öryggi, traust og stuðning í starfi þannig að jafnvægi er á milli þess sem starfsmaðurinn gefur af sér og þess sem hann fær til baka í gegnum sína vinnu. Samkenndarþreyta myndast þegar starfsmenn gefa meira af sér í starfi en þeir fá til baka. Samkenndarþreytu er skipt í tvo undirþætti, annars stigs áföll og kulnun. Starfsmenn í velferðarþjónustu verða oft vitni að alvarlegum atburðum, angist og sorg skjólstæðinga sinna og annars stigs áfall er þegar stakur atburður eða uppsöfnun margra atburða veldur einkennum sem eru sambærileg við áfallastreituröskun og starfsfólk óttast um öryggi sitt í vinnu og jafnvel utan hennar. Kulnun er hugtak sem nær yfir tilfinningalega örmögnun í kjölfar langvarnandi streitu í starfi og margir hafa talað um að hafa „tæmt sig alveg, þannig að það er ekkert eftir“ eða hafa „lent á vegg“ og hrunið andlega, líkamlega og félagslega í kjölfarið. Matslistann ProQOL er gott að nota í handleiðslu við grunnmat og endurmat eða árlegt stöðumat en listinn metur bæði samkenndarsátt og samkenndarþreytu. Niðurstöður matslistans geta verið gagnlegar við að móta áherslur í handleiðslunni og hversu oft er þörf á handleiðslu. Ef sem dæmi samkenndarsátt mælist mjög lág en samkenndarþreyta mjög há, þannig að um er að ræða annars stigs áföll og/eða kulnun, þá gæti verið mikilvægt að skipuleggja vikulega handleiðslu um tíma og þegar einkenni minnka og líðan batnar er hægt að hafa lengra á milli handleiðslutíma. Almennt er talið að gagnsemi handleiðslu minnki mjög sé handleiðsla sótt sjaldnar en á 4-6 vikna fresti. Sveindís Anna Jóhannsdóttir verður með námskeið í notkun ProQOL þriðjudaginn 31. október kl. 16:00 til 18:00 og hægt er að skrá þátttöku á netfangið sveindis@felagsradgjafinn.is Lokadagur skráningar er föstudagurinn 27. október. Námskeiðið fer fram að Selhellu 13, 221 Hafnarfirði. Námskeiðið kostar 8.000 kr. fyrir félagsfólk Handleiðslufélags Íslands en almennt verð er 15.000 kr.

Pistill úr Tímariti ANSE 2023-1

Pistill úr Tímariti ANSE 2023-1

Sveindís Anna Jóhannsdóttir, varaformaður Handleiðlsufélags Íslands, var beðin um að taka að sér að vera fastur pistla höfundur í Tímariti ANSE sem gefur út tvö tölublöð árlega. Fyrsti pistilinn birtist nú í júní en þema tölublaðsins var “Failures, faults and fiascos”. Á hlekknum hér fyrir neðan má síðan nálgast tímaritið í heild sinni https://www.professioneelbegeleiden.nl/public/files/ANSE-2023-01-99.pdf

Aðalfundur Handís 2023

Aðalfundur Handís 2023

Stjórn Handís hvetur alla félagsmenn til að mæta á aðalfund félagsins sem haldinn verður fimmtudaginn 11. maí kl. 17:00-19:00. Venjuleg aðalfundarstörf eru á dagskrá en staðsetning verður auglýst síðar.

Grein um Handís sem birtist í tímariti ANSE, júní 2022.

Grein um Handís sem birtist í tímariti ANSE, júní 2022.

Einstakt tækifæri í Nóvember

Einstakt tækifæri í Nóvember

Í ár ætlum við að halda vinnustofu með þeim Andrew Shaffer MCC og Jeanne - Elvire Adotevi, á netinu. Þetta er í fyrsta skipti sem við í Handís erum með vinnustofu með þessum hætti. Vinnustofan heitir Comfortable with Uncomfortable . Vinnustofan er haldin fyrir félaga í Handís og er kl. 08:00-10:00 að íslenskum tíma, 10. Nóvember næstkomandi. Þið sem viljið grípa þetta einstaka tækifæri sendið netpóst á handleidsla@gmail.com þar sem þið látið vita að þið hafið áhuga á að taka þátt. Sum vilja mögulega hittast og sitja saman þó vinnustofan sé á vefnum meðan það hentar öðrum frekar að vinna að heiman eða innan sinnar skrifstofu. Þau sem hafa áhuga á að sitja vinnustofuna með öðrum áhugasömum eru beðin um að taka það fram í netpóstinum. Vonandi sjáumst við sem flest.

Síðbúin afmælisráðstefna 23. júní 2022

Síðbúin afmælisráðstefna 23. júní 2022

Ella Kristín Karlsdóttir, formaður Handleiðslufélags Íslands - Handís, Morgunblaðið 13. júní 2022

Grein eftir Valgerði Hjartardóttur, Morgunblaðið 23. maí 2022

Grein eftir Valgerði Hjartardóttur, Morgunblaðið 23. maí 2022

Handís: Saga Handleiðslufélags Íslands 2000 - 2022.

Handís: Saga Handleiðslufélags Íslands 2000 - 2022.

ANSE Journal Vol. 6-1, 2022. Sveindís Anna Jóhannsdóttir og Ella Kristín Karlsdóttir

Viðtal við Sveindísi Önnu Jóhannsdóttur Morgunblaðið 28. maí 2022

Viðtal við Sveindísi Önnu Jóhannsdóttur Morgunblaðið 28. maí 2022

Handleiðsla – sjálfsrækt og fagþroski gegn örmögnun í hjálparstarfi

Handleiðsla – sjálfsrækt og fagþroski gegn örmögnun í hjálparstarfi

Að hjálpa hjálp­ur­un­um Und­an­farið hefur aukin athygli beinst að fag­fólki í hjálp­ar­störf­um. Við­bót­ar­á­lag hefur verið á starfs­fólk í vel­ferð­ar­þjón­ustu allra síð­ustu miss­eri, m.a. tengt Covid-far­aldr­inum og því ofur­á­lagi sem hann hefur valdið í heil­brigð­is­þjón­ustu og í raun allri vel­ferð­ar­þjón­ustu, þ.e. heil­brigð­is-, félags­þjón­ustu, barna­vernd og í skól­um. Það hefur skerpt vit­und og umræðu um nauð­syn þess að hlúa að þeim sem hjálpa öðr­um. Þetta er tengt hugs­un­inni um það að setja þarf súr­efn­is­grímuna á sjálfan sig áður en við­kom­andi er fær um að veita öðrum hjálp. Í þessu sam­bandi hefur „súr­efn­is­skort­in­um“ verið líkt við sam­úð­ar­þurrð eða sam­úð­ar­þreytu (e.compassion fatigu­e). Marg­breyti­leg hug­tök hafa verið sett fram í því sam­bandi s.s. kuln­un, örmögn­un, fag­þreyta, starfs­þreyta, útbrennsla, sam­hygð­ar­þrot og sam­kennd­ar­þreyta. Þessi hug­tök snúa öll að ein­kenn­inu sjálfu, þ.e. birt­ing­ar­mynd­inni á því „skorts“- eða kreppu­á­standi sem að baki ligg­ur. Það er ákall á að þegar allt er komið í óefni sé þörf á bráða­inn­gripi líkt og þegar slökkva þarf elda. Hug­takið hand­leiðsla sem hér verður nánar vikið að, er af öðrum toga. Það vísar til for­varna, styrk­ingar og þroska sem miða að fag­legri og per­sónu­legri vel­ferð í starfi. Í því felst að byrgja brunn­inn áður en barnið er dottið ofan í hann. Eitt til­efni þess­arar greinar er að fagna nýfram­kominni þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um grein­ingu á sam­úð­ar­þreytu og til­lögum að úrræðum (Þingskjal nr. 321/2021-2022). Við viljum nota það tæki­færi til að reifa stöðu hand­leiðslu­mála á Íslandi og brýna stefnu­mótendur og stjórn­endur á vett­vangi til frek­ari aðgerða með því að veita þings­á­lykt­un­inni braut­ar­gengi. Þannig verði gengið skref­inu lengra með áherslu á hand­leiðslu­kerfi sem for­vörn en jafn­framt með þróun úrræða þegar skað­inn er þegar skeð­ur. Þróun hand­leiðslu, sér­fræði­þekk­ing og menntun hand­leið­ara Heil fræði­grein hefur þró­ast með rann­sóknum á gagn­reyndri nyt­semi hand­leiðslu, þróun vinnu­lík­ana og aðferða­nálg­un­ar. Ein slík rann­sókn sem nú er unnið að og nær til breiðs hóps fag­fólks hér á landi, þar með talið sam­an­burð­ar­hóps, hefur hlotið styrk frá Rann­sókna­sjóði Háskóla Íslands til að afla þekk­ingar á gildi hand­leiðslu í fag­legu starfi. Í ljósi auk­innar þekk­ingar hafa fram­sæknar stofn­anir sem þjón­usta almenn­ing komið á skipu­legu hand­leiðslu­kerfi og líta á það sem fastan lið í innviðum stofn­unar að vinna að fag­þró­un, vernd og þroska hvers fag­manns. Til þess að sinna því verk­efni hefur fag­fólk sótt sér sér­fræði­þekk­ingu og þjálfun sem hand­leið­ar­ar. Hér á landi hafa nokkrir tugir hand­leið­ara útskrif­ast með diplóma­nám í hand­leiðslu­fræð­um, ýmist frá Háskóla Íslands, End­ur­menntun HÍ eða í sam­starfi við erlenda háskóla. Nú sækir 27 manna hópur fag­fólks með breiða reynslu af vett­vangi 3ja miss­era námslínu á meist­ara­stigi við Félags­ráð­gjafa­deild HÍ. Námið er þver­fag­legt og spannar fræði­legan grunn hand­leiðslu­fræða, klínískan þjálf­un­ar­hluta og sjálfs­vinn­u. Fyrir liggur umtals­verð þekk­ing á mik­il­vægi þess að þeir einir taki að sér hand­leiðslu fag­fólks sem hafa hlotið til þess við­eig­andi mennt­un. Skortur á fag­mennsku í þeim efnum getur hæg­lega grafið undan trú­verð­ug­leika og gagn­semi hand­leiðslu og jafn­vel leitt til skaða (Ellis o.fl., 2017). Mik­il­vægur liður í þjálfun hand­leið­ara er sjálfs­þekk­ing og áhersla á ígrundun og gagn­rýna hugsun (Johns, 2017). Með hvata hand­leiðslu­sam­tals­ins opn­ast leiðir þar sem speglun og end­ur­gjöf efla sjálfs­skiln­ing og getu fag­manns til að öðl­ast inn­sæi í eigin fag­mennsku, mörk sín, gildi og sýn á fag­legt starf. Mennt­aður hand­leið­ari stuðlar jafn­framt að því að fag­að­ili njóti sín í átt að auk­inni skil­virkni, öryggi og sið­ferð­is­styrk sem aftur eflir færni hans til að veita skjól­stæð­ingum sínum bestu mögu­lega þjón­ustu (Her­bert o.fl., 2017). Um þetta er nánar fjallað í grein höf­unda sem er vænt­an­leg í Tíma­riti félags­ráð­gjafa (1. tbl. 16. árg. 2022). Fag­fé­lag hand­leið­ara, Han­dís Um síð­ustu alda­mót stóð nýr útskrift­ar­hópur hand­leið­ara ásamt frum­kvöðlum á svið­inu að stofnun Hand­leiðslu­fé­lags Íslands, Han­dís. Félagið hefur staðið fyrir nám­skeið­um, ráð­stefnum og marg­vís­legri fræðslu um hand­leiðslu á vinnu­stöðum vel­ferð­ar­þjón­ustu. Tutt­ugu ára afmæl­inu hefur verið frestað ítrekað (vegna covid) en verður fagnað á þessu ári með ráð­stefnu með erlendum fyr­ir­lesurum þann 23. júní. Í tengslum við 20 ára afmælið og sem liður í því að styrkja fræði­grunn og sess hand­leiðslu í íslensku vel­ferð­ar­kerfi, á sviði félags­þjón­ustu, barna­vernd­ar, mennta­mála og rétt­ar­gæslu, kom út bók á íslensku um hand­leiðslu­mál, Hand­leiðsla til efl­ingar í starfi. Vinnu­vernd - Fag­vernd - Mann­vernd (Sig­rún Júl­í­us­dótt­ir, 2020a). Hópur höf­unda af breiðu sviði vel­ferð­ar­þjón­ustu rita sautján kafla í bók­ina sem Sig­rún Júl­í­us­dóttir rit­stýr­ir. Þetta er fyrsta bók sinnar teg­undar á íslensku og hefur hún reynst kær­komin kennslu­bók fyrir háskóla­nem­endur í hjálp­ar­greinum og hand­bók fyrir fag­fólk á vett­vang­i. Blóma­skeið fag­mennsku- inn­reið mark­aðs­hyggju Um miðja síð­ustu öld þró­að­ist grósku­skeið hand­leiðslu sem órofa hluti af klínísku starfi, ekki síst á sviði fjöl­skyldu­fræða og félags­ráð­gjafar í vanda­sömu hjálp­ar­starfi. Rit­aðar voru bækur og greinar um gildi hand­leiðslu fyrir per­sónu­lega og fag­lega vel­ferð fag­manns­ins, sem liðar í fag­þroska hans og trygg­ingu fyrir gæði þjón­ustu til skjól­stæð­inga (Sig­rún Júl­í­us­dótt­ir, 2020b). Á seinni hluta ald­ar­innar varð hnignun frá þessu „blóma­skeiði“ og áherslur viku fyrir harðri inn­rás mark­aðs­hyggju (e. new public mana­gement). Henni fylgdi rekstr­ar-, afkasta- og nið­ur­skurðar­á­hersla með auknum mála­þunga í vel­ferð­ar­þjón­ustu, stærri og flókn­ari bekkj­ar­heildum í skól­um, sér­fræð­inga­skorti og frá­flæð­is­vanda í heil­brigð­is­þjón­ustu. Við tók aðþreng­ing­ar­skeið þar sem heill og heilsa fag­fólks vék fyrir áhrifum vél­ræns fyr­ir­tækja­rekst­urs, eins konar iðn­væð­ingar vel­ferð­ar­-og mann­vernd­ar­þjón­ustu (e. human service org­an­izations). Þetta á ekki aðeins við um fag­fólk í hjálp­ar­geir­anum heldur má sjá þess merki víð­ar, ma. í háskóla­sam­fé­lag­inu eins og fjallað er um í grein Bjarna H. Krist­ins­sonar og Skúla Skúla­sonar (2020) í tíma­rit­inu Skírni um iðn­væð­ingu háskóla. Samhliða örri fram­þróun mark­aðs­hyggju hefur vaxið fram ný bylgja. Í henni komu fram mennt­aðir þjónar stjórn­un­ar­valds og reglu­veld­is, eins konar „varð­lið­ar“ sem bæði standa vörð um skil­virkni rekstr­ar­ins, tryggja aðlögun að þröngum fjár­hags­á­ætl­unum og gæða­val á fag­fólki. Eins og fjallað er um í áður­nefndri vænt­an­legri grein höf­unda í Tíma­rit félags­ráð­gjafa þá fylgir þetta milli­stjórn­enda­lag eftir nið­ur­njörf­uðum starfs­lýs­ingum ásamt frammi­stöðu­sam­töl­um, hag­ræð­ingu og útskipt­ingum starfs­manna. Þessi stjórn­skipan þrengir ekki aðeins að athafna­rými fag­manns­ins, og skerðir öryggi og fag­legt frelsi, heldur getur bein­línis ógnað líðan hans og far­sæld. Loka­orð Einn hvati þess að velja sér hjálp­ar­starf er sam­kennd og næmi sem (verð­andi) fag­maður hefur þroskað með sér gagn­vart sárs­auka og erf­iðum aðstæðum ann­arra. Það er inn­byggt í fag­hlut­verk hjálp­ara að láta sig varða vellíðan ann­arra, jafn­vel umfram eigin hag og heilsu (Fig­ley, 1995). Þegar vilji og þörf hjálp­ar­ans til að hjálpa er hneppt í skorður nið­ur­skurðar og úrræða­skorts verður hætta á að per­sónu­legt fram­lag hans, inn­lif­un­ar­hæfni og sam­kennd geti orðið á kostnað hans sjálfs, einka­lífs hans og fjöl­skyld­u. Með því að byggja á hand­leiðslu­kerfi sem föstum lið í innviðum vel­ferð­ar­stofn­ana með það að mark­miði að vernda, næra og styrkja þá sem hjálpa öðrum, má koma í veg fyrir heilsutjón og upp­gjöf í starfi (Sig­rún Harð­ar­dóttir og Sig­rún Júl­í­us­dótt­ir, 2019). Þetta snýr að öllum þeim sem hjálpa öðrum á breiðu sviði heil­brigð­is­þjón­ustu, þeim sem bera hag ann­arra fyrir brjósti í barna­vernd og félags­þjón­ustu, þeim sem gæta réttar þeirra sem eru í sam­fé­lags­legri jað­ar­stöðu eða þarfn­ast aðstoðar á rétt­ar­gæslu­sviði, og þeim sem koma börnum og ung­mennum til þroska í skól­um, upp­eld­is- og mennta­stofn­unum lands­ins. Sig­rún Harð­ar­dóttir er félags­ráð­gjafi MSW, Ph.D. og dós­ent við Félags­ráð­gjaf­ar­deild Háskóla Íslands­.­Sig­rún Júl­í­us­dóttir er félags­ráð­gjafi MSW, Ph.D. og pró­fessor emeritus við Félags­ráð­gjaf­ar­deild Háskóla Íslands, hand­leið­ari og þerapisti, Tengsl/­Sam­skipta­stöð­in. Heim­ildir Bjarni K. Krist­ins­son og Skúli Skúla­son. (2020). Iðn­væð­ing háskóla – Hvernig mark­aðs- og nýfrjáls­hyggja mótar starf­semi háskóla á 21. öld. Skírn­ir, 194, 177-196. Ellis, M. V., Taylor, E. J., Corp, D. A., Hut­man H. og Kan­gos, K. A. (2017). Narrati­ves of harm­ful clin­ical supervision: Introd­uct­ion to the Special Issue. The Clin­ical Supervis­or, 36 (1), 4–19. https://doi.org­/10.1080/07325223.2017.1297753 Fig­ley, C. R. (1995). Compassion fatigue: Toward a new und­er­stand­ing of the costs of car­ing. Í B. H. Stamm (rit­stjór­ar), Second­ary traumatic stress: Sel­f-care issues for clin­ici­ans, res­e­archers, and educators (bls. 3–28). The Sidran Press. Her­bert, J. T., Schultz, J. C., Lei, P. og Aydem­ir-Döke, D. (2017). Effect­i­veness of a tra­in­ing program to enhance clin­ical supervision of state vocational rehabilita­tion per­sonn­el. Rehabilita­tion Coun­sel­ing Bul­let­in, 62 (1), 3–17. https://doi.org­/10.1177/0034355217725721 Johns, C. (2017). Imagin­ing ref­lect­ive pract­ice. Í J. Christopher (rit­stjóri), Becom­ing a Ref­lect­ive Prac­t­it­ioner (bls. 1–18) . (5. útgáfa). John Wiley & Sons. Sig­rún Harð­ar­dóttir og Sig­rún Júl­í­us­dótt­ir. (2019). Opin­ber stefna, skóla­kerfið og hlut­verk kenn­ara: Við­bragðs­bún­aður skól­ans. Stjórn­mál & stjórn­sýsla, 1 (15), 113–134. Sig­rún Júl­í­us­dótt­ir. (rit­stjóri). (2020a). Hand­leiðsla til efl­ingar í starfi. Vinnu­vernd - Fag­vernd – Mann­vernd. Háskóla­út­gáf­an. Sig­rún Júl­í­us­dótt­ir. (2020b). Hug­mynda­grunn­ur, upp­haf, þróun og staða hand­leiðslu­fræða. Í Sig­rún Júl­í­us­dóttir (rit­stjóri), Hand­leiðsla til efl­ingar í starfi. Vinnu­vernd – Fag­vernd - Mann­vernd (bls. 17–61). Háskóla­út­gáf­an. Þing­skjal nr. 321/2021-2022. Til­laga til þings­á­lykt­unar um grein­ingu á sam­úð­ar­þreytu og til­lögur að úrræð­um. https://www.alt­hing­i.is/al­text/152/s/0341.html

Fræðslufundur í Nóvember

Fræðslufundur í Nóvember

Nóvember fræðslufundur Handís verður haldinn 29. nóvember kl.17:00 til 19:00 í húsnæði Hjúkrunarfélag Íslands að Suðurlandabraut 22 3. hæð. Á árinu kom út á vegum Háskólaútgáfunnar og Rannsóknarseturs í barna og fjölskylduvernd bókin Handleiðsla til eflingar í starfi- Vinnuvernd, fagvernd, mannvernd í ritstjórn Sigrúnar Júlíusdóttur. Í bókinni fjalla sautján sérfræðingar úr ólíkum faghópum um handleiðslu. Á fræðslufundinum koma nokkrir höfundar bókarinnar til okkar og verða með upplestur úr bókinni að því loknu verður boðið upp á umræður.

bottom of page