top of page

Fréttir

Allar helstu fréttir handleiðslufélagsins

Dagur handleiðslu í Evrópu 21. nóvember

Dagur handleiðslu í Evrópu 21. nóvember

Handleiðsla og vellíðan í starfi   Álag í starfi, streita og kulnun er áhyggjuefni og kostnaðarsamt bæði fyrir einstaklinga og  samfélagið í heild sinni. Það er alvarlegt þegar fagfólk treystir sér ekki lengur til að starfa við fagið sem það menntaði sig til. Afleiðingar slíks álag hafa áhrif á líf fólks, m.a. fjölskyldu og félagsleg tengsl svo ekki sé talað um tekjumissi. Stofnanir og fyrirtæki glíma við aðhaldskröfur og geta oft ekki ráðið inn afleysingarfólk vegna veikindaleyfa sem veldur auknu álagi á þá starfsmenn sem fyrir eru. Skapast getur hringrás sem veldur því að verðmætur mannauður tapast með neikvæðum áhrifum á gæði þjónustu og framþróun. Kostnaður er bæði bein fjarvera frá vinnu, ásókn í sjúkrasjóði og  kostnaður sem leggst á einstaklinginn og hans fjöskyldu. Samfélagið ber líka ýmsan beinan og óbeinan kostnað ásamt því að  auka álag á heilbrigðiskerfið og endurhæfingarþjónustu. Flest þekkjum við einhvern sem hefur farið í veikindaleyfi sökum álags og stundum leiðir það til endanlegs brotthvarfs af vinnumarkaði. Handleiðsla er faggrein sem beinir sjónum sínum að samskiptum milli fagfólks, faglegum verkefnum og stofnanamenningu. Handleiðsla veitir tíma og rými til að ígrunda fagleg vinnubrögð í   flóknum aðstæðum. Hún stuðlar að þróun fagfólks, teyma og stofnana og er brýning til fagfólks að skerpa fagleg vinnubrögð. Handleiðsla stuðlar að auknum gæðum í þjónustu og er nýtt til að ígrunda þegar taka þarf flóknar ákvarðanir, hvort sem um er að ræða einstaklingsmál eða þróun þjónustu. Handleiðsla er forvörn gegn streitu og kulnun í starfi og því best að sækja handleiðslu áður en einkenni gera vart við sig. Ef einkenni eru til staðar þá er handleiðsla gagnreynd aðferð sem getur átt stóran þátt í að vinda ofan af þessum einkennum þegar þau mælast yfir klínískum viðmiðum. Líðan í starfi er samstarfsverkefni einstaklinga og atvinnurekanda og því oft nauðsynlegt að hafa skýra handleiðslustefnu á vinnustað til að stuðla að forvörnum og eflingu í starfi.                 Dagur handleiðslu í Evrópu Fimmtudagurinn 21. nóvember er dagur handleiðslu í Evrópu en Evrópusamtök handleiðara ANSE (e. Association for National Organisations for Supervision in Europe - ANSE) voru stofnuð á þessum degi árið 1997. Handleiðslufélag Íslands var samþykkt með fulla aðild að samtökunum þann 19. október síðast liðinn á aðalfundi samtakanna í París, en hafði verið með samstarfsaðild að ANSE frá árinu 2014. Hlutverk ANSE og landssamtaka í hverju landi eru að tryggja gæði og faglega þjónustu handleiðara og stuðla að þróun handleiðslu í Evrópu. Handleiðarar innan ANSE eru þverfaglegur hópur fagfólks sem á það sameiginlegt að hafa sótt sér formlega menntun og þjálfun á sviði handleiðslu. ANSE gaf  árið 2008 út viðmið fyrir hvað nám í handleiðslu þarf að uppfylla til að teljast viðurkennt og hefur uppfært viðmiðið reglulega, nú síðast á aðalfundi 2024. Diplómanám í handleiðslufræðum við Félagsrágðjafardeild Háskóla Íslands uppfyllir þessi viðmið.   Handleiðslufélag Íslands Handleiðslufélag Íslands var stofnað árið 2000. Félagið samþykkti siðareglur fyrir félagið á stofnfundi en á aðalfundi í maí 2023 voru uppfærðar siðareglur samþykktar. Félagið er ætlað fagfólki með löggilt starfsréttindi svo sem félagsráðgjöfum, hjúkrunarfræðingum, kennurum, læknum, prestum/guðfræðingum, iðjuþjálfum, sálfræðingum og sjúkraþjálfurum sem hafa lokið viðurkenndu viðbótarnámi í handleiðslufræðum. Víða erlendis kaupa fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir eingöngu handleiðslu af viðurkenndum handleiðurum sem eru á lista yfir handleiðara hjá sínu landsfélagi. Á Íslandi má finna viðurkennda handleiða á heimasíðunni www.handleidsla.is  Í öðrum löndum þekkist það einnig að fagfólki er skylt að sækja handleiðslu auk lámarks sí- og endurmenntunar árlega til að viðhalda réttindum sínum og aðild að fag- og stéttarfélögum. Á Íslandi eru slíkar kröfur því miður ekki enn farnar að festa sig í sessi en umræðan innan ýmissa fagstétta er þó löngu farin af stað. Handleiðslufélag Íslands vinnur nú að mótun gæðastefnu og gæðaviðmiða fyrir félagið, en ANSE hefur gefið út gæðaleiðbeiningar sem landsfélögin taka mið af. Í dag er fræðslufundur hjá Handleiðslufélagi Íslands sem ber yfirskriftina ,,Hinn handleiddi segir frá og handleiðari tjáir sig“ – Orðræðan um handleiðslu . Fræðslufundurinn hefst kl. 17:00 að Vegmúla 3, 108 Reykjavík og stendur til kl. 19:00.   Stjórn Handleiðslufélags Íslands óskar öllum handleiðurum á Íslandi til hamingju með Evrópudag handleiðara.   Sveindís Anna Jóhannsdóttir, formaður

Opinn félagsfundur 8. ágúst

Opinn félagsfundur 8. ágúst

Pistill úr Tímariti ANSE 2024-1

Pistill úr Tímariti ANSE 2024-1

Sveindís Anna Jóhannsdóttir, formaður Handleiðslufélags Íslands, ritar fasta pistla í Tímarit ANSE. Nýtt tölublað ANSE Journal Vol. 8 var að koma út og er það helgað Sumarháskóla ANSE sem fram fór í Budapest í ágúst 2023. Pistillinn ber titilinn With words and beyond - Budapest 2023 - Give peace a chance en þema Sumarháskólans árið 2023 var With words and beyond. Values and identities in an incomprehensible world. Hér má nálgast tímaritið í heild sinni https://d5243bef-833f-4937-8808-23c6d3665eae.usrfiles.com/ugd/d5243b_dc50468dafbd4a418dc8e3368ee56d12.pdf

Aðalfundur Handleiðslufélags Íslands

Aðalfundur Handleiðslufélags Íslands

Fagmennska gæði þjónusta Aðalfundur  Handleiðslufélags Íslands      23. maí 2024 Haldinn að golfskála GKG við Vífilsstaðaveg 210, Garðabæ    Dagskrá aðalfundar :   Kl 17:00-18.15      1.  Skýrsla stjórnar      2.  Skýrslur nefnda           Siðanefnd           Fræðslu- og kynningarnefnd Gæðanefnd       3.  Lagabreytingar                                               Tillögur um lagabreytingar skulu hafa borist stjórn eigi síðar en viku fyrir  aðalfund og skulu þær liggja frammi fundinum. Til    lagabreytinngar nái fram að ganga þarf 2/3 hluta atkvæða.     4.  Gjaldkeri gerir grein fyrir fjárhag félagsins.     5.  Kosning í stjórn.               6.  Ákvörðun árgjalds.               7.  Önnur mál. Kl 18:15 – 19.00   Erindi Elísabet Sigfúsdóttir, Herdís Heimisdóttir og Hildur Inga Rúnarsdóttir. Innsæi og innra samtal

Opinn félagsfundur 16. apríl 2024

Opinn félagsfundur 16. apríl 2024

Fræðslufundur Handís

Fræðslufundur Handís

Nóvember fræðslufundur Handís var haldinn á handleiðsludaginn 21. nóvember. Fundurinn var vel sóttur og var mjög ánægjulegur. Piret Bristol frá Tallin tengiliður okkar við ANSE ávarpaði fundinn og sagði frá því helsta sem er á döfinni hjá ANSE evrópusamtökum handleiðara. Þá sögðu þær Elísabet Sigfúsdóttir , Nadía Borisdóttir og Sveindís Jóhannsdóttir á mjög áhugaverðan hátt frá veru sinni síðastliðið sumar í ANSE Summer University. Næsti sumarskóli verður sumarið 2025 í Munchen og við stefnum á að fara sem flest þangað.

Matslistinn ProQOL er kominn út á íslensku

Matslistinn ProQOL er kominn út á íslensku

Matslisti fyrir starfstengd lífsgæði fagfólks (e. Professional Quality Of Life Scale – ProQOL) er kominn út á íslensku. Félagsráðgjafarnir Sveindís Anna Jóhannsdóttir, Steinunn Hrafnsdóttir og Nadía Borisdóttir þýddu listann með leyfi frá samtökunum The Center for Victims of Torture (CVT). Sveindís og Nadía eru einnig menntaðir handleiðarar og sitja í stjórn Handleiðslufélags Íslands en Steinunn er prófessor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Í þýðingarferlinu var matslistinn bakþýddur og forprófaður ásamt því að íslenskusérfræðingur las yfir og kom með ábendingar. Dr. Beth Hudnall Stamm á heiðurinn af þróun ProQOL listans og hefur lagt áherslu á að listinn sé ókeypis og aðgengilegur. Hægt er að nálgast matlistann á slóðinni www.proqol.org Þegar komið er inn á heimasíðuna þarf að velja flipann PROQOL, velja þar undir ProQOL Measure og fara niður síðuna þar til komið er að öðrum tungumálum en þau birtast í stafrófsröð. Samtökin CVT hafa umsjón með matslistanum og er allur réttur þeim áskilinn. Matslistinn ProQOL hefur verið notaður frá árinu 1995 til að mæla bæði jákvæðar og neikvæðar hliðar þess að vinna náið á faglegan hátt með öðru fólki en listinn mælir bæði samkenndarsátt (e. compassion satisfaction) og samkenndarþreytu (e. compasion fatigue). Samkenndarsátt er þegar fagfólki líður vel í starfi, upplifir öryggi, traust og stuðning í starfi þannig að jafnvægi er á milli þess sem starfsmaðurinn gefur af sér og þess sem hann fær til baka í gegnum sína vinnu. Samkenndarþreyta myndast þegar starfsmenn gefa meira af sér í starfi en þeir fá til baka. Samkenndarþreytu er skipt í tvo undirþætti, annars stigs áföll og kulnun. Starfsmenn í velferðarþjónustu verða oft vitni að alvarlegum atburðum, angist og sorg skjólstæðinga sinna og annars stigs áfall er þegar stakur atburður eða uppsöfnun margra atburða veldur einkennum sem eru sambærileg við áfallastreituröskun og starfsfólk óttast um öryggi sitt í vinnu og jafnvel utan hennar. Kulnun er hugtak sem nær yfir tilfinningalega örmögnun í kjölfar langvarnandi streitu í starfi og margir hafa talað um að hafa „tæmt sig alveg, þannig að það er ekkert eftir“ eða hafa „lent á vegg“ og hrunið andlega, líkamlega og félagslega í kjölfarið. Matslistann ProQOL er gott að nota í handleiðslu við grunnmat og endurmat eða árlegt stöðumat en listinn metur bæði samkenndarsátt og samkenndarþreytu. Niðurstöður matslistans geta verið gagnlegar við að móta áherslur í handleiðslunni og hversu oft er þörf á handleiðslu. Ef sem dæmi samkenndarsátt mælist mjög lág en samkenndarþreyta mjög há, þannig að um er að ræða annars stigs áföll og/eða kulnun, þá gæti verið mikilvægt að skipuleggja vikulega handleiðslu um tíma og þegar einkenni minnka og líðan batnar er hægt að hafa lengra á milli handleiðslutíma. Almennt er talið að gagnsemi handleiðslu minnki mjög sé handleiðsla sótt sjaldnar en á 4-6 vikna fresti. Sveindís Anna Jóhannsdóttir verður með námskeið í notkun ProQOL þriðjudaginn 31. október kl. 16:00 til 18:00 og hægt er að skrá þátttöku á netfangið sveindis@felagsradgjafinn.is Lokadagur skráningar er föstudagurinn 27. október. Námskeiðið fer fram að Selhellu 13, 221 Hafnarfirði. Námskeiðið kostar 8.000 kr. fyrir félagsfólk Handleiðslufélags Íslands en almennt verð er 15.000 kr.

Pistill úr Tímariti ANSE 2023-1

Pistill úr Tímariti ANSE 2023-1

Sveindís Anna Jóhannsdóttir, varaformaður Handleiðslufélags Íslands, var beðin um að taka að sér að vera fastur pistla höfundur í Tímariti ANSE sem gefur út tvö tölublöð árlega. Fyrsti pistilinn birtist nú í júní en þema tölublaðsins var “Failures, faults and fiascos”. Á hlekknum hér fyrir neðan má síðan nálgast tímaritið í heild sinni https://www.professioneelbegeleiden.nl/public/files/ANSE-2023-01-99.pdf

Aðalfundur Handís 2023

Aðalfundur Handís 2023

Stjórn Handís hvetur alla félagsmenn til að mæta á aðalfund félagsins sem haldinn verður fimmtudaginn 11. maí kl. 17:00-19:00. Venjuleg aðalfundarstörf eru á dagskrá en staðsetning verður auglýst síðar.

Grein um Handís sem birtist í tímariti ANSE, júní 2022.

Grein um Handís sem birtist í tímariti ANSE, júní 2022.

Einstakt tækifæri í Nóvember

Einstakt tækifæri í Nóvember

Í ár ætlum við að halda vinnustofu með þeim Andrew Shaffer MCC og Jeanne - Elvire Adotevi, á netinu. Þetta er í fyrsta skipti sem við í Handís erum með vinnustofu með þessum hætti. Vinnustofan heitir Comfortable with Uncomfortable . Vinnustofan er haldin fyrir félaga í Handís og er kl. 08:00-10:00 að íslenskum tíma, 10. Nóvember næstkomandi. Þið sem viljið grípa þetta einstaka tækifæri sendið netpóst á handleidsla@gmail.com þar sem þið látið vita að þið hafið áhuga á að taka þátt. Sum vilja mögulega hittast og sitja saman þó vinnustofan sé á vefnum meðan það hentar öðrum frekar að vinna að heiman eða innan sinnar skrifstofu. Þau sem hafa áhuga á að sitja vinnustofuna með öðrum áhugasömum eru beðin um að taka það fram í netpóstinum. Vonandi sjáumst við sem flest.

Síðbúin afmælisráðstefna 23. júní 2022

Síðbúin afmælisráðstefna 23. júní 2022

Ella Kristín Karlsdóttir, formaður Handleiðslufélags Íslands - Handís, Morgunblaðið 13. júní 2022

bottom of page