
Thelma Björk Guðbjörnsdóttir
Thelma er félagsráðgjafi, faghandleiðari, PMTO meðferðaraðili og veitir
meðferð og ráðgjöf hjá Píetasamtökunum.
Thelma hefur langa reynslu af ráðgjöf og stuðningi við fjölskyldur og
ungmenni sem eru að takast á við flókinn og fjölþættan vanda og að veita
starfsfólki sem kemur að þjónustu við börn og ungmenni þjálfun,
handleiðslu og stuðning. Thelma hefur boðið uppá PMTO einstaklings og
hópmeðferð frá árinu 2014, en sú meðferð miðar að því að efla færni
foreldra við að takast á við flókin verkefni foreldrahlutverksins. Þá
hefur hún einnig góða þekkingu og reynslu af ráðgjöf og stuðning við
einstaklinga sem eiga við fjölþættan vanda að stríða. Thelma býr yfir
áralangri starfsreynslu í barnavernd og félagsþjónustu sem og
stjórnunarreynslu. Thelma veitir DAM miðaða meðferð vegna
sjálfsvígsvanda og sjálfsskaða hjá Píetasamtökunum veitir aðstandendum
stuðningsviðtöl.
Thelma býður uppá handleiðslu til fagaðila og er með starfsstöð á
Samskiptastöðinni, Skeifunni 11b.
Viðtal má bóka í gegnum 419-0500 eða í gegnum Noona
https://noona.is/samskiptastodin
419-0500
