
Silja Björk Egilsdóttir
Silja Björk er sálfræðingur og hefur lokið diplómanámi í faghandleiðslu við Háskóla Íslands. Hún hefur áralanga reynslu af vinnu með börnum og fjölskyldum þeirra og sérhæfir sig í fjölbreyttum taugaþroska, tilfinningavanda barna og unglinga ásamt uppeldisráðgjöf. Silja Björk hefur reynslu af handleiðslu fagfólks, teyma og nema á heilbrigðissviði.
Silja Björk býður upp á einstaklings- og hóphandleiðslu fyrir fagaðila sem starfa með börnum og fjölskyldum þeirra.
Faghandleiðsla er lærdóms- og þroskaferli sem styður fagfólk í að efla sig í starfi. Handleiðslan styrkir sjálfsímynd og faglega færni, með það að markmiði að vaxa í starfi og veita skjólstæðingum góða og faglega þjónustu.
Faghandleiðsla skapar öruggt rými þar sem unnið er með sjálfsmynd og fagþroska. Hún er einnig mikilvæg forvörn gegn fagþreytu og vanlíðan sem getur fylgt því að vinna náið með fólki í erfiðum og viðkvæmum aðstæðum.
Markviss handleiðsla styrkir faglegt öryggi og vellíðan í starfi og styður þannig við öflugt og heilbrigt starfsumhverfi.
