top of page
Image-empty-state.png

Sigrún Júlíusdóttir

Sigrún Júlíusdóttir er prófessor í félagsráðgjöf við félagsráðgjafadeild félagsvísindasviðs Háskóla Íslands

Hún stofnaði ásamt fleirum hjóna- og fjölskylduráðgjöfina Tengsl árið 1982. Þjónustan er einkarekin og veitt af aðila með löggilt starfsréttindi og sérhæfingu í meðferð, ráðgjöf og fræðslu. Engin opinber skráning fer fram og skjólstæðingum er tryggð nafnleynd og trúnaður.
Auk persónulegra meðferðarmála er veitt faghandleiðsla og ráðgjöf um meðferðarstarf og starfsþróun fyrir meðferðaraðila. Einnig er veitt starfsmannaráðgjöf eða stjórnunarhandleiðsla fyrir yfirmenn og starfsfólk fyrirtækja og stofnana. Unnið er útfrá heildrænni nálgun og þeirri sýn að hver einstaklingur geti vaxið og náð aukum þroska og betri tökum í einkalífi og í starfi.

Tengsl meðferðarþjónusta/Samskiptastöðin, Skeifunni 11A

552 1428 / 525 4205

bottom of page