top of page
Image-empty-state.png

Sigrún Harðardóttir

Sigrún er félagsráðgjafi (MSW, PhD), náms- og starfsráðgjafi og kennari. Hún hefur auk þess lokið námi í faghandleiðslu (e. clinical supervision) frá University of Derby og námi í hugrænni atferlismeðferð með áherslu á þunglyndi og kvíða á vegum Félags um hugræna atferlismeðferð, Oxford Cognitive Therapy Centre og Vinnumálastofnunar. Sigrún hefur langa reynslu af störfum innan framhaldsskóla sem skólafélagsráðgjafi, náms- og starfsráðgjafi og kennari en hefur frá árinu 2014 starfað við Háskóla Íslands og er nú dósent við Félagsráðgjafardeild.
Áherslur í handleiðslu beinast að lærdóms- og þroskaferli handleiðsluþega með það að markmiði að efla starfsímynd, faglega færni og persónustyrk. Hún tekur að sér handleiðslu fyrir félagsráðgjafa, kennara og annað starfsfólk skóla.

822-8882

bottom of page