top of page

Sigrún Margrétar Óskarsdóttir
Sigrún er prestur og hefur starfað sem safnaðarprestur á Íslandi og í Noregi, þar sem hún starfaði í Norsku kirkjunni og síðar Íslenska söfnuðinum í Noregi. Í Ósló stundaði hún nám í sálgæslufræðum við Lovisenberg institutt for sjelesorg. Síðustu ár starfaði hún sem fangaprestur og tók samhliða því diplómanám í faglegri handleiðslu.
Í dag starfar hún í Stuðningsteymi fyrir starfsfólk Landspítala. Starfið felur m.a. í sér handleiðslu fyrir faghópa og einstaklinga, stuðning við einstaklinga eða hópa vegna samskipta og ýmissa áskorana í lífi og starfi.
bottom of page
