top of page
Image-empty-state.png

Rakel Gunnarsdóttir

Rakel hefur yfir 10 ára reynslu í starfi sem iðjuþjálfi. Hún hefur komið að uppbyggingu þjónustu, stýrt ólíkum verkefnum og fylgt þeim eftir ásamt því að hafa sett á laggirnar og veitt fjölbreytta fræðslu í sínu fagi. Rakel hefur reynslu í íhlutun/þjónustu fyrir ólíka hópa, komið að mótun einstaklingsmiðaðri þjónustu og sett upp áætlun og sinnt þjálfun. Rakel hefur mikla reynslu af teymisvinnu, hefur góða og víðtæka þekkingu innan heilbrigðiskerfisins og hefur komið að uppbyggingu og samstarfi milli þjónustukerfa og komið að mati á þjónustuþörf.

Starfsreynsla:
2023- Iðjusetrið
Stofnandi og eigandi iðjusetursins sem veitir ráðgjöf, þjálfun og þjónustu fyrir fullorðna. Starfsendurhæfing. Endurhæfing eftir langvinn veikindi.

2022 Icelandair
Starfaði sem flugfreyja hjá Icelandair í millilandaflugi frá maí - september 2022. Í starfinu reynir á þjónustulund, teymisvinnu og samskiptafærni.

2014-2022 VIRK Starfsendurhæfingarsjóður
Starfaði sem ráðgjafi hjá VIRK starfsendurhæfingarsjóði. Hlutverk ráðgjafa var að styðja við einstaklinga sem af heilsufarsástæðum gátu ekki stundað vinnu.

2012 - 2013 Bjó erlendis
Flutti erlendis og var þá heimavinnandi.

2009 - 2012 Heilsugæslan Grafarvogi - Meðferðateymi barna
Bar ábyrgð á skipulagi og framkvæmd iðjuþjálfunar ásamt því að veita skjólstæðingum og samstarfsfólki faglega þjónustu í samræmi við tilgang og markmið meðferðateymis barna. Helstu verkefni voru m.a. að meta getu og hæfni barna og/eða fjölskyldna þeirra í daglegu starfi ásamt því að veita einstaklings-, hópa og fjölskylduráðgjöf/meðferð.

2006 - 2009 Reykjalundur
Starfaði sem iðjuþjálfi á Geðsviði Reykjalundar. Bar ábyrgð á einstaklings- og hópaþjálfun í samstarfi við næsta yfirmann. Hélt námskeið og fræðslu fyrir skjólstæðinga. Stofnsetti og leiddi m.a. námskeiðið "Sjálfsefling og samskipti".

4196200

UM OKKUR

Faghandleiðsla er aðferð sem hjálpar einstaklingi, einum eða í hópi, til þess að þroskast í starfi og nýta betur hæfni sína í starfi.

STAÐSETNING

520700-3310

Svalbarð 9,

220 Hafnarfirði
 

handleidsla@gmail.com

SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN

Takk fyrir skráninguna!

© 2023 by HARMONY. Proudly created with Wix.com

bottom of page