top of page
Image-empty-state.png

Nadía Borisdóttir

Ég er félagsráðgjafi MA með viðbótardiplómu í starfsendurhæfingu við Hí ásamt
viðbótardiplómu í handleiðslufræðum við HÍ og hef einnig lokið námi í sáttamiðlun hjá
Sáttamiðlaraskólanum. Ég hef reynslu að því að vinna með fólki af erlendum uppruna þ.e
umsækjendum um alþjóðlega vernd, flóttamönnum og innflytjendum almennt. Tók þátt í
uppbyggingu og skipulagi á móttökumiðstöð fyrir flóttafólk frá Úkraínu en ég vann sem
sérfræðingur í málefnum flóttamanna fyrir Fjölmenningarsetur.
Um mig: Ég hef starfað sem yfirfélagsráðgjafi á Reykjalundi frá árinu 2020 og hef unnið mál á
ýmsum sviðum: Verkjasviði, Gigtarsviði, Efnaskipta- og offitusviði, Geðheilsusviði og Miðgarði
(sólarhrings hjúkrunardeild). Ég hef því mikla reynslu að vinna að endurhæfingu einstaklinga
með fjölþátta vanda. Sjálf er ég af erlendum uppruna og kom til Íslands árið 2001. Ég fæddist
í Sovétríkjunum, tala rússnesku, litháensku, ensku og íslensku.
Handleiðsla: Þeir sem starfa í hjálparstörfum og fást við tilfinningar annarra þurfa að skilja vel
sinn eigin tilfinningaheim. Nauðsynlegt er að geta speglað og ígrundað eigin erfiðleika með
öðrum á gagnrýninn hátt.
Með því að sækja reglulega handleiðslu, fær fagmaðurinn tækifæri til að efla sig, þróa
fagímynd sína og þroskast í starfi. Það er einnig mikilvægt að styðja fagfólk dyggilega þegar
erfiðleikar gera vart við sig og fólk fer að finna fyrir vonleysi, vanlíðan og starfsþreytu.
Handleiðsla, sem stuðningur í starfi, dregur ekki aðeins úr streitu og fagþreytu heldur skapar
tækifæri til þroska og vaxtar hjá fagfólki við störf sín. Það er mín eigin reynsla af því að hafa
lent í erfiðleikum í starfi, að hafa misst tökin, fundið fyrir vanlíðan og orkuleysi en með
aðstoð handleiðara fundið á ný gleði og kraft til að sinna minni vinnu og gera það á faglegan
hátt.

„Til að manneskja geti orðið annarri manneskju að gagni, þarf hún fyrst að gagnast sjálfri sér
og hafa hugrekki og vilja til að horfast í augu við sjálfa sig, sár sín, bresti og veikleika, til að
öðlast hlutlaust raunsæi“ (Jung, 1962).
Ég býð upp á faghandleiðslu og ráðgjöf fyrir einstaklinga tengt vinnu með fólki af erlendum
uppruna, endurhæfingu og önnur mál eftir þörfum.

6916759

bottom of page