
Kristjana Katrín Þorgrímsdóttir
Kristjana Katrín Þorgrímsdóttir er náms- og starfsráðgjafi (MA) með diplómu í faglegri handleiðslu, MA-diplómu í jákvæðri sálfræði, diplómu í hugrænni atferlismeðferð og kennsluréttindi. Hún hefur margra ára reynslu af störfum með fólki á öllum aldri – börnum, unglingum og fullorðnum – í fjölbreyttum verkefnum tengdum námi, starfi og þroska.
Starfsferill hennar spannar meðal annars náms- og starfsráðgjöf í grunnskólum, kennslu í íslensku sem öðru máli fyrir bæði börn og fullorðna og verkefnastjórnun.
Auk þess býður Kristjana Katrín upp á handleiðslu fyrir fagfólk. Í handleiðslu fá einstaklingar tækifæri til að efla fagmennsku sína, takast á við krefjandi verkefni og nýta styrkleika sína til að ná betri árangri og vellíðan í starfi.
Vinnustaður: Faglegur handleiðari hjá Iðjusetri.
6499994
