top of page
Image-empty-state.png

Hugrún Linda Guðmundsdóttir

Hugrún Linda Guðmundsdóttir er faglegur handleiðari og félagsráðgjafi MA, með diploma í faglegri handleiðslu, jákvæðri sálfræði og mannauðsstjórnun. Hugrún rekur eigin stofu, hefur verið úrræðaaðili fyrir VIRK starfsendurhæfingarsjóð í 10 ár og sinnt þar fólki sem er í veikindaleyfi meðal annars sökum álags í starfi. Hún vann í Geðheilsuteymi heilsugæslunnar og hefur sinnt mannauðsmálum í fyrirtækjarekstri. Auk þess hefur Hugrún haldið fjölda námskeiða og sinnt fræðslu og þjálfun fyrir einstklinga, hópa og fyrirtæki.
Menntun og þjálfun byggir á jákvæðri sálfræði, streitustjórnun, núvitund, ACT og markþjálfun. Hugrún hefur sérhæft sig í streitustjórnun frá Harvard Medical School og Benson-Henry Institute for Mind Body Medicine. Hún hefur einnig farið í gegnum kennaranám í núvitund, bæði MBSR og MBCT. Hún nýtir ACT (Acceptance and Commitment Therapy) og aðrar gagnreyndar aðferðir til að styðja fagfólk í að finna leiðir til aukinnar vellíðanar og starfsánægju.
Með djúpan skilning á áskorunum fagfólks í krefjandi störfum veitir hún handleiðslu sem styður við starfsþróun, vellíðan og sjálfsrækt. Markmiðið er að veita stuðning og rými til að ræða áskoranir í öruggu umhverfi, styrkja faglega sjálfsmynd og starfsánægju, draga úr streitu og kulnun með markvissri vinnu og skoða aðferðir til að takast betur á við álag og krefjandi aðstæður.
Hugrún býður bæði upp á einstaklings- og hóphandleiðslu bæði á stofu og fjarfundum.
Hafðu samband til að fá frekari upplýsingar um hvernig fagleg handleiðsla getur stutt við þig og þitt starf.

898 0500

UM OKKUR

Faghandleiðsla er aðferð sem hjálpar einstaklingi, einum eða í hópi, til þess að þroskast í starfi og nýta betur hæfni sína í starfi.

STAÐSETNING

520700-3310

Holtsbúð 41,

210 Garðabæ
 

handleidsla@gmail.com

SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN

Takk fyrir skráninguna!

© 2023 by HARMONY. Proudly created with Wix.com

bottom of page