vnvnvbnvn

Fagmenska - gæði - öryggi

Hugrún Linda Guðmundsdóttir
Hugrún Linda Guðmundsdóttir er faglegur handleiðari og félagsráðgjafi MA, með diploma í faglegri handleiðslu, jákvæðri sálfræði og mannauðsstjórnun. Hugrún rekur eigin stofu, hefur verið úrræðaaðili fyrir VIRK starfsendurhæfingarsjóð í 10 ár og sinnt þar fólki sem er í veikindaleyfi meðal annars sökum álags í starfi. Hún vann í Geðheilsuteymi heilsugæslunnar og hefur sinnt mannauðsmálum í fyrirtækjarekstri. Auk þess hefur Hugrún haldið fjölda námskeiða og sinnt fræðslu og þjálfun fyrir einstklinga, hópa og fyrirtæki.
Menntun og þjálfun byggir á jákvæðri sálfræði, streitustjórnun, núvitund, ACT og markþjálfun. Hugrún hefur sérhæft sig í streitustjórnun frá Harvard Medical School og Benson-Henry Institute for Mind Body Medicine. Hún hefur einnig farið í gegnum kennaranám í núvitund, bæði MBSR og MBCT. Hún nýtir ACT (Acceptance and Commitment Therapy) og aðrar gagnreyndar aðferðir til að styðja fagfólk í að finna leiðir til aukinnar vellíðanar og starfsánægju.
Með djúpan skilning á áskorunum fagfólks í krefjandi störfum veitir hún handleiðslu sem styður við starfsþróun, vellíðan og sjálfsrækt. Markmiðið er að veita stuðning og rými til að ræða áskoranir í öruggu umhverfi, styrkja faglega sjálfsmynd og starfsánægju, draga úr streitu og kulnun með markvissri vinnu og skoða aðferðir til að takast betur á við álag og krefjandi aðstæður.
Hugrún býður bæði upp á einstaklings- og hóphandleiðslu bæði á stofu og fjarfundum.
Hafðu samband til að fá frekari upplýsingar um hvernig fagleg handleiðsla getur stutt við þig og þitt starf.
898 0500