
Hrönn Harðardóttir
Hrönn lauk BS gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1994
Meistaragráðu í heilbrigðisvísindum frá Aarhus Universitet með áherslu á geðheilbrigðisþjónustu árið 2011.
Diplómanám í faghandleiðslu frá HÍ
Starfsreynsla:
Víðtæk starfsreynsla, lengst af í heilbrigðisþjónustu, en einnig við sölu- og markaðsstörf hjá einkafyrirtæki.
Bjó í Danmörku 2007-2011 og vann í samfélagsgeðteymi við Risskov háskólageðsjúkrahús í Árósum.
Stofnaði geðteymi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) 2011 og var þar teymisstjóri og yfirhjúkrunarfræðingur sálfélagslegrar þjónustu HSS.
Teymisstjóri bráðaþjónustu geðsviðs LSH.
Stofnaði Geðheilsuteymi HH vestur árið 2018 þar sem hún er svæðisstjóri.
Hefur haldið fjölda erinda og kynninga heima og erlendis
Hrönn hefur því mikla reynslu af meðferðarvinnu, meðvirknivinnu, stjórnun, mannauðsmálum,vinnu með teymum, þróunarverkefnum og hefur brennandi áhuga á að styðja við heilbrigðisstarfsfólk og einstaklinga í álagsmiklum störfum, með áherslu á að efla fagvitund, draga úr streitu, setja skýr markmið og mörk bæði í einkalífi og vinnu.
