top of page

Hafdís Þorsteinsdóttir
Hafdís er faghandleiðari og tekur að sér handleiðslu fyrir einstaklinga, hópa og teymi þvert á starfsstéttir. Hún hefur yfirgripsmikla þekkingu af rekstri og var framkvæmdastjóri heild- og smásölu í 15 ár. Hefur því víðtæka reynslu af mannauðsmálum, vinnustaðamenningu og starfsþróun.
Hefur rekið meðferðastofuna Leitum leiða frá árinu 2014. Þar vinnur hún einnig með samskiptavanda fyrir fjölskyldur, einstaklinga, pör/hjón, fyrirtæki og stofnanir. Býður upp á ráðgjöf, fyrirlestra, námskeið og hópavinnu.
Nám: Faghandleiðsla og handleiðslutækni frá Háskóla Íslands, B.A. og M.A. í félagsráðgjöf og diplóma í fjölskyldumeðferð.
820 3237
bottom of page