top of page
Image-empty-state.png

Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir

Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir
Iðjuþjálfi og handleiðari

Guðrún er með eigin rekstur hjá Heimastyrkur.is þar sem hún veitir ráðgjöf, þjálfun og
þjónustu fyrir börn og fjölskyldur, fullorðna, fagfólk, fyrirtæki, sveitarfélög, félagasamtök og
stofnanir.

Hún er menntuð innan félags-, heilbrigðis- og viðskiptavísindasviðs og hefur víðtæka reynslu
af stjórnun, frumkvöðlastarfi, þróunarstarfi og nýsköpun. Hún hefur lokið diplómunámi á
meistarastigi í handleiðslufræðum við Háskóla Íslands, MA í öldrunarfræðum (NordMaG) við
HÍ og BS í iðjuþjálfunarfræði við Ergoterapeutskolen í Kaupmannahöfn. Auk þess hefur hún
sótt hagnýt námskeið tengt verkefnastjórnun, breytingastjórnun og leiðtogafærni samhliða
öðrum námskeiðum og ráðstefnum sem nýtast í starfi.
Guðrún er í hlutastarfi sem aðjúnkt við iðjuþjálfunarfræðideild Háskólans á Akureyri og
sinnir stundakennslu við ýmsar menntastofnanir. Hún hefur starfað við nýsköpun og
þróunarstarf, verkefnastjórnun, stýrt þverfaglegum teymum, endurhæfingu,
starfsendurhæfingu og verið deildarstjóri innan opinberrar þjónustu og einkaþjónustu fyrir
börn, unglinga, fullorðna og aldraða sem hefur veitt henni innsýn, þekkingu og reynslu innan
ólíkra skipulagsheilda og reksturs. Hún hefur setið í fagráði Alzheimersamtakanna, stjórn
Iðjuþjálfafélags Íslands og situr nú í stjórn Vinnís (Vinnuvistfræðifélag Íslands).
Hún býður upp á faghandleiðslu og ráðgjöf fyrir einstaklinga og faghópa tengt m.a. stjórnun,
endurhæfingu, teymisvinnu, meðferðarstarfi, kennslu og starfsþróun. Unnið er að því að
styðja og styrkja trú á eigin getu, faglegt starf, starfsþróun og jafnvægi milli vinnu og
einkalífs með virðingu, fagmennsku og vellíðan að leiðarljósi, sem eru gildi Heimastyrks.

Starfsstofur:
Lífsgæðasetrið St. Jó, Suðurgata 41 í Hafnarfirði
Heilsuklasinn, Bíldshöfða 9 í Reykjavík
Þjónusta inn á vinnustöðum eftir þörfum
Fjarþjónusta á skjá með leyfi Embætti landlæknis

Hafa samband:
www.heimastyrkur.is
gudrun@heimastyrkur.is
sími 8486509

8486509

bottom of page