
Elísabet Sigfúsdóttir
Elísabet Sigfúsdótttir
Faglegur handleiðari, félagsráðgjafi, leikskólakennari og fjölskyldufræðingur.
Menntun.
• Faghandleiðsla og handleiðslutækni frá Háskóla Íslands, 2023
• Félagsráðgjöf frá Den Sociale Højskole í Árósum Danmörku, 2001
• Starfsréttindi á Íslandi í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands, 2014
• Nám í fjölskyldumeðferð frá Center for Familie- og Psykoterapi í Danmörku, 2009
• Nám í tengslaeflandi innsæisvinnu Parent Infant Psychotherapy frá Anna Freud Center
í London, 2013
• Leikskólakennari frá Fósturskóla Íslands, 1995
• Auk hefur Elísabet sótt fjölmörg námskeið með sérhæfingu í áfallamiðaðri nálgun, tengslafræðum og samskiptum.
Sérhæfing og áhersla í handleiðlsu
Sérhæfing Elísabetar er fagleg handleiðsla með faghópum á vinnustöðum.
Elísabet sinnir einnig faglegri handleiðslu til einstaklinga.
Áherslur Elísabetar í handleiðslu beinast að lærdóms- og þroskaferli handleiðsluþega með það að markmiði að efla fagvitund, faglega færni og persónustyrk. Elísabet vinnur út frá kerfis- og tengslakenningum, þroskalíkönum og sáldýnamískum hugtökum handleiðslufræða.
Áhersla er lögð á speglun og endurgjöf til að efla sjálfsskilning og greina á milli einkasjálfs og fagsjálfs, þannig eykst geta fólks til að öðlast innsæi í eigin fagmennsku.
Ávinningur er einnig styrkleiki fólks í að ráða við álag og setja mörk, þess leiðandi fyrir áhættustýringu varðandi forvörn á samúðarþreytu og kulnun í starfi.
Elísabet hefur um árabil verið leiðbeinandi á Solihull Aðferðinni og leitt handleiðslu í þeirri nálgun.
Elísabet hefur kennt handleiðslu í náminu í handleiðslufræðum við Háskóla Íslands og situr í stjórn Handleiðslufélags Íslands.
Nánari upplýsingar og tímabókun á Handleiðslusetrinu, Háaleitisbraut 13, 105 Reykjavík
https://www.handleidslusetur.is
