top of page
Image-empty-state.png

Bjarney Kristjánsdóttir

Bjarney Kristjánsdóttir er félagsráðgjafi frá HÍ með framhaldsnám í fjölskyldumeðferð frá Kensington Consultation Centre í London.
Hún hefur langa reynslu af faghandleiðslu sem og meðferðarstörfum, bæði á geðsviði barna og fullorðinna, á Unglingaheimili ríkisins og á eigin stofu. Hefur sinnt stundakennslu við HÍ, ritað um handleiðslumál og kennt á ýmsum námskeiðum fyrir fagfólk auk þess sem hún var yfirmaður Hverfaskrifstofu Félagsþjónustunnar í Reykjavík í Hverfi II frá 1994 til 1997.
Hún býður upp á einstaklingshandleiðslu og hóphandleiðslu fyrir kennara og annað fagfólk sem vill efla faglega og persónulega þróun í starfi.
Í faghandleiðslu leggja þátttakendur fram mál, sem upp koma í starfi og fá leiðbeiningar og hugmyndir frá handleiðara, sem tengir umfjöllunina fræðilegum hugtökum. Í hóphandleiðslu gefst einnig tækifæri til að koma með fleiri hugmyndir frá hópnum og skapa nýjar víddir (co-creation) í t.d kennslustarfinu.

Lögð verður áhersla á að;
Þjálfa sig í að ígrunda (reflect)
Fá fram fleiri sjónarhorn og hugmyndir varðandi viðfangsefnið.
Þjálfa sig í að halda hlutleysi og efla skilning á aðstæðum.
Spyrja gagnlegra spurninga.

861 7833

bottom of page