
Anna Guðríður Gunnarsdóttir
Anna Guðríður er hjúkrunarfræðingur, MSc og sérfræðingur í hjúkrun, með diplóma í faglegri handleiðslu, heilsugæsluhjúkrun og kennslu- og uppeldisfræði frá Háskóla Íslands.
Hún hefur starfað við hjúkrun í tugi ára, bæði erlendis og hérlendis, í höfuðborginni og út á landsbyggðinni. Síðasta áratug hefur hún starfað sem verkefnastjóri ung- og smábarnaverndar og sérfræðingskennari sérnámshjúkrunarfræðinga við Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Anna Guðríður hefur stýrt margskonar verkefnum og starfað í þverfaglegu samstarfi við ýmsa faghópa í málefnum barna og fjölskyldna þeirra. Hún hefur komið að uppbyggingu og kennslu sjúkraliðanáms við Fjölbrautaskóla Suðurlands og hefur reynslu af því að handleiða nemendur í sérnámi og nýtt heilbrigðisstarfsfólk. Efling hjúkrunar og bætt líðan heilbrigðisstarfsfólks er hugðarefni hennar en Anna Guðríður býður upp á einstaklingshandleiðslu fyrir hjúkrunarfræðinga og annað fagfólk innan heilbrigðiskerfisins.
Faghandleiðsla er ákveðið lærdóms- og þroskaferli sem skapar rými og tækifæri fyrir fagfólk til sjálfsskoðunar, til að efla sig í starfi, styrkja faglega sjálfsmynd sína og auka fagþroska sinn.
Markmiðið er að veita stuðning og rými til að ræða og ígrunda áskoranir fagfólks í öruggu umhverfi, draga fram styrkleika þess og efla færni til að takast á við fjölbreytt verkefni í starfi og persónulegu lífi. Í störfum þar sem unnið er náið með fólki getur handleiðslan jafnframt verið mikilvæg forvörn gegn fagþreytu og vanlíðan.
Hafðu samband og fáðu nánari upplýsingar eða bókaðu tíma hjá
handleidslan@gmail.com
S: 8475026
Staðsetning: Breiðumörk 13, 810 Hveragerði
8475026