top of page
Image-empty-state.png

Þórunn Jóna Hauksdóttir

Þórunn Jóna hefur handleitt fólk úr ýmsum fagstéttum eins og sálfræðinga, félagsrágjafa og kennara og hún er reyndur stjórnendahandleiðari. Mest hefur hún verið í einstaklingshandleiðslu en hefur einnig tekið að sér handleiðslu (þverfaglegra) teyma og hópa. Í faglegri handleiðslu miðar hún að því að styrkja innsæi handleiðsluþega og vinna með styrkleika þeirra, draga úr streitu og efla samkennd ásamt því að auka skilning og samtal innan og milli fagstétta. Handleiðsluaðferð er ákveðin í samvinnu við handleiðsluþega.
Auk diplómu í faglegri handleiðslu er Þórunn Jóna með diplómu í farsæld barna og meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu (MPA) með áherslu á stefnumótun og stjórnun menntastofnana. Í grunninn lauk hún B.A-prófi í íslensku með sagnfræði sem aukagrein og námi til kennsluréttinda í grunn- og framhaldsskóla.
Þórunn Jóna hefur langa og víðtæka reynslu af menntun og velferð barna, leiðsögn og stuðningi við stjórnendur og auknu samstarfi ólíkra fagstétta. Að þessu hefur hún að mestu leyti unnið innan menntastofnana, í menntamálaráðuneytinu og hjá skólaþjónustu og menntasviði sveitarfélaga. Í tengslum við störf sín hefur hún sinnt fræðslu og leitt námskeið. Það má nefna að hún hefur líka stýrt og tekið þátt í stefnumótun stórra málaflokka, áætlana- og fjáralagagerð og endurskipulagningu skipulagsheilda.

845-8458

UM OKKUR

Faghandleiðsla er aðferð sem hjálpar einstaklingi, einum eða í hópi, til þess að þroskast í starfi og nýta betur hæfni sína í starfi.

STAÐSETNING

520700-3310

Svalbarð 9,

220 Hafnarfirði
 

handleidsla@gmail.com

SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN

Takk fyrir skráninguna!

© 2023 by HARMONY. Proudly created with Wix.com

bottom of page