top of page
Search

Handleiðslusetur

  • handleidsla
  • Oct 17
  • 1 min read

Updated: Oct 19

Alúð í lífi og starfi. Örugg höfn fagaðila.

Nýlega var Handleiðslusetur sett á laggirnar sem er staðsett mjög miðsvæðis í Reykjavík, þjónustan er þó líka hugsuð fyrir fólk á landsbyggðinni.

Handleiðslusetur býður upp á faglega handleiðslu fyrir stjórnendur og fagfólk – einstaklinga, hópa og teymi – þar sem áhersla er lögð á öryggi, fagmennsku og vellíðan í starfi.

Þá er einnig boðið upp á faglega handleiðslu á handleiðslu og stefnt að því að styðja við faglega handleiðara með fræðslu og viðburðum. Næst á dagskrá er vinnustofa með Dr. Aisling McMahon og Vilborgu Guðnadóttur þann 15. apríl nk.

Handleiðslusetur stendur lika fyrir málstofu í apríl n.k. fyrir stjórnendur og annað fagfólk sem vill kynnast faglegri handleiðslu og þeim ávinningi sem hún felur í sér.

Á málstofunni verður fjallað um:

  • hvað fagleg handleiðsla er og hvernig hún styður við faglegt starf

  • ávinning faglegrar handleiðslu fyrir einstaklinga, teymi og stofnanir

  • hvernig fagleg handleiðsla getur aukið öryggi, fagvitund, samheldni og vellíðan í starfi.

Markmiðið er að efla skilning á mikilvægi faglegrar handleiðslu í nútíma starfsumhverfi og hvetja stofnanir og fyrirtæki til að nýta sér hana sem hluta af gæðastarfi sínu. Frekari upplýsingar um málstofuna, vinnustofuna, fyrirlesara og um Handleiðslusetur má finna á www.handleidslusetur.is eða á fésbókarsíðu Handleiðsluseturs.

ree

 
 
 

Recent Posts

See All
Innleiðing handleiðslu fyrir fyrirtæki og stofnanir

Handleiðslufélag Íslands sendi nýverið út til fyrirtækja og stofnana skjal um innleiðingu á handleiðslu. Um er að ræða skjal sem nýtist við innleiðingu á handleiðslustefnu til að efla og styðja við st

 
 
 

Comments


UM OKKUR

Faghandleiðsla er aðferð sem hjálpar einstaklingi, einum eða í hópi, til þess að þroskast í starfi og nýta betur hæfni sína í starfi.

STAÐSETNING

520700-3310

Svalbarð 9,

220 Hafnarfirði
 

handleidsla@gmail.com

SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN

Takk fyrir skráninguna!

© 2023 by HARMONY. Proudly created with Wix.com

bottom of page