top of page
adventure-1807524_1920.jpg

HANDLEIÐSLA

Handleiðsla er aðferð sem styður við lærdóms og þroskaferli fagaðila, í einstaklings viðtali eða hóp, þar sem handleiðsluþegi fær rými til ígrundunar til þess að þróa og nýta betur hæfni sína í starfi. Handleiðsla starfsmanna tryggir gæði þjónustunnar og eflir notkun gagnreyndra aðferða í stað tilfinningasemi, hún er forvörn gegn kulnun og hjálpar handleiðsluþegum að greina á milli einkasjálfs og fagsjálfs. Með handleiðslu gefst tækifæri til að rýna í vinnustaðamenningu ásamt því að skýra sýn fagaðila á uppbyggingu, markmið og möguleika vinnustaðarins.

MARKMIÐ

Markmið okkar er að stuðla að góðum samskiptum innan vinnustaðarins, auka starfsánægju og bæta líðan í starfi. Að efla fagleg samskipti við aðrar stofnanir og fyrirtæki og tryggja góða þjónustu.

HVAÐ GERUM VIÐ?

Hjálpum fagaðilum að samþætta persónueinkenni sín, reynslu og þekkingu svo þau geti blómstrað og dafnað í starfi. Við styðjum einstaklinga við að nýta hæfileika sína og færni þannig að þau geti notið sín sem best í daglegum athöfnum starfsins.

FYRIR HVERJA?

Handleiðsla er fyrir þau sem vilja þroskast í starfi og bæta fagmynd sína

Writing on the Board

HVERNIG ER UNNIÐ?

Einstaklings- eða hóphandleiðsla.

Gerður er samningur um ákveðið tímabil, innihald og markmið handleiðslunnar.

Vikulegir tímar - eða eftir nánara samkomulagi.

Fullur trúnaður.

NÁM Í HANDLEIÐSLU

Diplomanám í handleiðslufræðum er 30 eininga þverfræðilegt nám að loknu háskólanámi til starfsréttinda á sviði sálgæslu, félags-, heilbrigðis- eða menntavísinda.

Markmið námsins er að nemendur öðlist þekkingu og skilning á handleiðslufræðum og færni til að veita faglega handleiðslu í starfi og innleiða og skipuleggja handleiðslukerfi á vinnustað.

Nemar í handleiðslufræðum læra að beita kerfisnálgun og dýnamiskri sýn á samskipti milli einstaklinga, faghópa og í stofnanasamstarfi.

Kenningagrunnur námsins er tengdur hugmyndafræði og miðlægum sáldýnamískum hugtökum handleiðslufræða.
Í fræðilegri rýni er athygli beint að stöðu faghandleiðslu í samtímanum, breyttum viðfangsefnum
og þörfum, m.a. út frá síbreytilegum samfélagsaðstæðum og nýjum forsendum fagmennsku.

KYNNINGARMYNDBAND

Hér eru handleiðarar og handleiðsluþegar að deila fræðslu og reynslu af handleiðslu.

FRITZ

Nokkur orð frá Fritz Má Jörgenssyni varðandi hans reynslu af handleiðslu, og hvað hún hefur reynst honum vel í starfi.

SIGURLAUG

Siglaug Hauksdóttir, félagsráðgjafi og handleiðari fjallar um gagnsemi handleiðslu námsins út frá eigin reynslu.

bottom of page