vnvnvbnvn

Fagmenska - gæði - öryggi
Opinn félagsfundur 8. ágúst kl. 16:30 - 18:30
fim., 08. ágú.
|Flatahraun 3, 220 Hafnarfjörður, Ísland
Handleiðarar frá Eistlandi, Lettlandi og Litháen verða gestir fundarins


Time & Location
08. ágú. 2024, 16:30 – 18:30
Flatahraun 3, 220 Hafnarfjörður, Ísland
About the event
Á vegum ANSE er hópastarf sem kallast International Intervision Groups (IIG) þar sem handleiðarar frá mismunandi löndum vinna saman að því að efla sig faglega og læra af hvor öðrum. Markmið ANSE er einnig að stuðla að sameiginlegum skilningi fagfólks innan Evrópu á handleiðslu og markþjálfun. Nú eru þrír handleiðarar frá Eystrasaltsríkjunum að koma til Íslands og af því tilefni verður opinn félagsfundur þar sem IIG hópastarfið verður kynnt, þróun gæðamála verður rædd sem og kynningarstarf á handleiðslu ásamt því að fræðast um áherslur í hverju landi fyrir sig. Tveir handleiðarar komust ekki til landsins en munu taka þátt rafrænt þannig að fundurinn er blandaður af staðarfundi og rafrænum fundi. Stjórn Handleiðslufélags Íslands hvetur félaga til að mæta í Flatahraun 3, í Hafnarfirði á fundinn en bjóðum landsbyggðinni og öðrum að taka þátt í fundinum rafrænt. Skráning á fundinn er í gengum heimasíðu félagsins en þeir sem óska eftir að taka þátt rafrænt þurfa einnig að senda tölvupóst á handleidsla@gamil.com og fá þá sendan hlekk á fundinn.