Image-empty-state.png

Valgerður Hjartardóttir

Hjúkrunar- og fjölskyldufræðingur MA

Náms- og starfsferill:
Faghandleiðsla og handleiðslutækni, Félagsráðgjafardeild HÍ, 2018.
Fjölskyldumeðferð MA, Félagsráðgjafardeild HÍ, 2012.
Vígður djákni, 1999.
Viðbótanám í djáknafræði, Guðfræðideild HÍ, 1997.
Hjúkrunarfræði BSc, Læknadeild HÍ, 1985.

Hef frá 1997 starfað og rekið Karitas ehf, hjúkrunar- og ráðgjafaþjónustu og sérhæft mig í sálgæslu sjúklinga með langvinna sjúkdóma, fjölskyldum þeirra og barna. Áhorf á þarfir og líðan barna við breyttar aðstæður hjá fjölskyldu. Áhersla er á að styðja við styrkleika fjölskyldunnar með heildrænni og lausnamiðari nálgun með því markmiði að fjölskyldan öðlist sjálfstæði og jafnvægi á ný með opnum samskiptum og bættum lífsgæðum. Barnabókin ,,Krabbameinið hennar mömmu“ var skrifuð með þeim tilgangi að auðvelda foreldrum að eiga samtal við barn um sjúkdóm, meðferðir og tilfinningar tengt sjúkdómi.
Hef reynslu af faghandleiðslu bæði fyrir einstaklinga og hópa og sérstaklega þeirra sem sinna hjúkrun og umönnum langveikra í heimahúsum og á stofnunum. Hef reynslu af kennslu, fyrirlestra- og námskeiðshaldi.

824 8285