Handís
ræktun manns og starfs
Handleiðslufélag Íslands
Hvað er handleiðsla ?
Faghandleiðsla er aðferð sem hjálpar einstaklingi, einum eða í hópi, til þess að þroskast í starfi.
Með faghandleiðslu getur einstaklingur nýtt betur hæfni sína í starfi.
Faghandleisla starfsmanna tryggir gæði þjónustunnar.
Faghandleiðsla hjálpar einstaklingi að greina á milli einkalífs og starfs og beita faglegum aðferðum í stað tilfinningasemi.
Með faghandleiðslu áttar einstaklingur sig á uppbyggingu, markmiðum og möguleikum vinnustaðarins.

Diplomanám í handleiðslufræðum er 30 eininga  þverfræðilegt nám að loknu háskólanámi til starfsréttinda á sviði félags-, heilbrigðis- eða menntavísinda.

Markmið námsins er að nemendur öðlist þekkingu og skilning á handleiðslufræðum og færni til að veita handleiðslu í faglegu starfi og skipuleggja handleiðslukerfi á vinnustað.

Þeir læra að beita kerfisnálgun og dýnamiskri sýn á samskipti milli einstaklinga, faghópa og í stofnanasamstarfi.

Kenningagrunnur er tengdur hugmyndafræði og miðlægum sáldýnamískum hugtökum handleiðslufræða. Í fræðilegri rýni er athygli beint að stöðu faghandleiðslu í samtímanum, breyttum viðfangsefnum og þörfum, m.a. út frá síbreytilegum samfélagfsaðstæðum og nýjum forsendum fagmennsku.
Hvernig er unnið ?
Einstaklings- eða hóphandleiðsla.
Gerður er samningur um ákveðið tímabil og innihald og verkskiptingu handleiðslunnar.
Vikulegir tímar - eða eftir nánara samkomulagi.
Fullur trúnaður.
Fyrir hverja er handleiðsla ?
Handleiðsla er fyrir alla sem vilja þroskast í starfi og bæta starfsímynd sína
Markmið
Að starfsmanni líði betur í vinnunni.
Að starfsmaður njóti starfs síns betur.
Að viðskiptavinir stofnunar eða fyrirtækis fái betri þjónustu.
Að samskipti innan vinnustaðarins gangi betur.
Að samskipti við aðrar stofnanir og fyrirtæki gangi betur.
28441

Innslag fyrir ráðstefnu 28. maí 2021
       © 2000 - 2020  Handleiðslufélag Íslands   kt: 520700- 3310       Vefumsjón : bern@centrum.is          Uppf. 08-12-2020